top of page

22.-25.apríl

 Leitin að náttúrunni  Hulduheimar á Íslandi

Fjölskylduratleikur

fyrir alla á Íslandi á Barnamenningarhátíð

Hvenær /

22.-25.apríl 2021

Um Ratleikinn /

Í tilefni af Barnamenningarhátíð bjóðum við uppá fjölskylduratleikinn

 

“Leitin að náttúrunni - Hulduheimar á Íslandi”
 

Allir geta tekið þátt hvar sem þau búa á landinu í sinni heimabyggð.
Upplýsingar um leikreglur birtast hér á sumardaginn fyrsta.

​

 

Álfar og huldufólk eru í aðalhlutverki í ratleiknum og leiða okkur í

gegnum alls níu þrautir og verkefni.

Leikurinn fer fram úti og er hugmyndin að barnafjölskyldur leiki sér og skapi úr náttúrunni í sínu nánasta umhverfi saman.


Ratleiknum lýkur með ljósmyndaverkefni sem þátttakendur senda inn á samfélagssíðu verkefnisins og verður hluti af myndasýningu á netinu að leiknum loknum.

Ratleikurinn /

Leitin að náttúrunni
Hulduheimar á Íslandi
​

Hvernig tek ég þátt?

Þú smellir einfaldlega á linkinn neðst á síðunni og hefur leikinn.
​
Mikilvægt er að muna að klæða sig eftir veðri.  Sniðugt er að vera með tvo poka með sér, einn sem má henda og annan til að geyma.
Það getur líka verið gott að taka blað og skriffæri með í ratleikinn, en ekki nauðsynlegt.
​
Góða skemmtun!

Til að hefja ratleikinn smelltu hér:

bottom of page