
Ratleikurinn /
Fyrsta þraut
Margt er þeim að meini
Saga/fróðleikur
Sagt er að álfar og huldufólk búi í steini, klettum eða í álfahól. Sagan segir einnig að álfar og huldufólk hafi oft leitað til manna og fengið aðstoð og launað þeim greiðann.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi samdi fallega vísu um ungan dreng sem heyrði langt í fjarska hörpuslátt í steini og þegar nær kom breyttist hörpuslátturinn í sárt kvein álfastúlku sem var föst í steininum. Drengurinn ungi reyndi að hjálpa álfastúlkunni út en án árangurs.
Fyrsti kaflinn í bókinni Trunt, trunt og tröllin er tileinkaður álfum og huldufólki og hægt er að lesa ljóðið "Margt er þeim að meini" á bls. 20 ásamt fleiri þjóðsögum og ævintýrum úr bókinni í þessum hlekk: Trunt, trunt og tröllin - rafbók
Elín Berglind
Hvað á að gera?
Finnið einhvern stað í ykkar heimabyggð þar sem álfar eða huldufólk gætu átt heima þetta gæti verið stór steinn, klettur eða hóll. Hjá þessum stað á að finna fyrsta hlutinn sem á að safna í ratleiknum.