top of page

Ratleikurinn /

Fyrsta þraut

Margt er þeim að meini
Saga/fróðleikur

​

Sagt er að álfar og huldufólk búi í steini, klettum eða í álfahól. Sagan segir einnig að álfar og huldufólk hafi oft leitað til manna og fengið aðstoð og launað þeim greiðann.

​

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi samdi fallega vísu um ungan dreng sem heyrði langt í fjarska hörpuslátt í steini og þegar nær kom breyttist hörpuslátturinn í sárt kvein álfastúlku sem var föst í steininum. Drengurinn ungi reyndi að hjálpa álfastúlkunni út en án árangurs.

​

Fyrsti kaflinn í bókinni Trunt, trunt og tröllin er tileinkaður álfum og huldufólki og hægt er að lesa ljóðið "Margt er þeim að meini" á bls. 20 ásamt fleiri þjóðsögum og ævintýrum úr bókinni í þessum hlekk: Trunt, trunt og tröllin - rafbók

 

Elín Berglind

Hvað á að gera?

Finnið einhvern stað í ykkar heimabyggð þar sem álfar eða huldufólk gætu átt heima þetta gæti verið stór steinn, klettur eða hóll. Hjá þessum stað á að finna fyrsta hlutinn sem á að safna í ratleiknum. 

Hverju á að safna?
​
Í þessari þraut á að finna fallegan lítinn stein sem kemst fyrir í lófa. Passið vel upp á steininn þar til allar þrautirnar eru búnar. 

Til að fara í næstu þraut, smelltu hér:

bottom of page