
Ratleikurinn /
Önnur þraut
Álfadrottning

Saga/fróðleikur
​
Margar sögur um álfa og huldufólk fjalla um einhvern sem er að reyna að losna undan álögum.
​
Ein slík saga fjallar um álfkonu sem neyðist til að vinna á bæ í mannheimum fjarri fjölskyldu sinni í áfheimum. Hún má aðeins heimsækja álfheima einu sinni á ári eða á jólunum.
Til þess að hún losni undan álögunum og komist aftur heim þarf einhver mennskur að fara með henni í álfheima án þess að hún viti af því. Það gerist ekki fyrr en hún er búin að vera í mannheimum í heil þrjú ár. Þá fylgir maður henni í álfheima og sér að hún er álfadrottning.
Þegar þau koma aftur í mannheima segir maðurinn frá ferðalaginu og þá getur álkonan farið aftur heim. Hún verður svo glöð að mega loksins fara aftur heim að hún verðlaunar hann með miklum fjarsjóði sem var fullur af gullpeningum. Vinnumaðurinn varð auk þess mikill gæfumaður það sem eftir var ævi hans.
​
Ef þið viljið lesa alla söguna þá er hún hér í bókinni: Gegnum holt og hæðir.
Erla
Hvað á að gera?
En hvað hét þessi álfadrottning?
Hér fyrir neðan er nafn hennar skráð með dulmáli. Einnig er að finna dulmálslykil.
Skoðaðu lykilinn vel og skrifaðu niður nafn álfadrottningarinnar.
Nafn álfadrottningarinnar:

