top of page

Ratleikurinn /
Þriðja þraut
Hvað á að gera?
​
Semjið ljóð um vináttu milli álfa og manna. Setjist niður saman á kyrrlátum og fallegum stað til að fá innblástur í ljóðasmíðinni. Kannski sjáið þið eitthvað í kringum ykkur sem passar í ljóðið.
Hverju á að safna?
​
Finnið tvo köngla.
Það má líka finna tvo hluti úr náttúrunni sem eru á stærð við köngul ef þið finni ekki köngla þar sem þið eruð.
Passið vel upp á fjársjóðinn þar til allar þrautirnar eru búnar.
Til að fara í næstu þraut, smelltu hér:
Saga/fróðleikur
Í gömlum sögum um álfa og huldufólk má oft sjá töluverð samskipti milli manna og álfa. Það eru gerðir allskyns greiðar á milli þessara tveggja heima sem oft eru svo launaðir með fallegum hlutum eða gjörðum. Einnig fáum við að heyra sögur þar sem mannfólkið gerir eitthvað álfunum í óhag og það veitir ekki góða lukku.
​
Hlustið vel á þetta lag, það heitir Álfar:
Lag: Álfar eftir Magnús Þór Sigmundsson
Texti: Smellið hér til að sjá textann í laginu
​
Erna
bottom of page