top of page

Ratleikurinn /

Fjórða þraut

Hvað á að gera?


Semjið stuttan dans (30 sek +) og dansið á einhverjum góðum stað úti í náttúrunni fyrir alla álfana sem eru að fylgjast með ykkur.

Hverju á að safna?
Reynið að finna einhvern lítinn rauðan hlut sem þið getið tekið með ykkur og táknar þá klæði álfsins í sögunni.  Ef þið finnið ekkert rautt, þá má hluturinn vera appelsínugulur eða gulur.
Passið vel upp á fjársjóðinn þar til allar þrautirnar eru búnar.

Til að fara í næstu þraut, smelltu hér:

Saga/fróðleikur

Sögur segja að álfar og huldufólk hafi stundum gert sig heimakæra á bæjum fólks á jólanótt. Það var siður í gamla daga að þá var haldinn aftansöngur og fóru þeir sem komust. Þó var alltaf einhver eftir til að gæta bæjarins.

 

Saga segir af bónda nokkrum sem hafði orðið fyrir því óhappi að þrír smalar höfðu horfið af bænum hans á jólanótt. Eftir það reyndist honum erfitt að fá fólk til að vinna hjá sér. Þá kemur einn smaladrengur og biður um vinnu sem hann fær samstundis. Líður að jólanótt og býðst þá smaladrengur þessi til að verða eftir að gæta bæjarins. Hann grefur holu niður í gólfið og ætlar að vera þar um nóttina með bara smá rifu fyrir ofan sig til að líta út um. Verður hann þá vitni að því þegar hópur álfa kemur inn á bæinn og gera sig líklega til að halda stóra veislu. Þau gera það og dansa saman alla nóttina. Þegar einn álfanna gekk yfir gryfjuna þar sem smaladrengurinn lá, náði drengurinn að skera lítinn rauðan bút af klæði álfsins. Þegar líður að morgni hverfa álfarnir aftur út en smaladrengurinn hafði þá bút af klæði álfsins til að staðfestingar um það sem hann hafði séð um nóttina.

Flóra

Ratleikurinn er verkefni meistaranema á menntavísindasviði Háskóla Íslands í áfanganum Miðlun og skapandi leiðir list- og verkgreina.

 

Unnið fyrir Barnamenningarhátíð á Íslandi 2021.     

  • Grey Facebook Icon
bottom of page