top of page

Álfar


Í gömlum sögnum segir svo frá
er álfar bjuggu mönnum hjá,
saman þeir lifðu í sælu á jörð,
vinátta, samvinna, leikur og störf.

​

Fá þeir fyrirgefið,
fá þeir öllu gleymt,
fá þeir snúið aftur í mannanna heim?

 

Eru álfar kannski menn?
Eru álfar kannski menn?

 

Djúpt oní jörðu búa þeir enn,
álfar sem forðast illa menn,
minningar lifa sögunum í,
vonandi birtast þeir bráðum á ný.

 

Hver glataði friði,
hver lýsti yfir stríði,
hver vildi fá meira en móðir jörð gaf?

 

Eru álfar kannski menn?
Eru álfar kannski menn?

 

Fá þeir fyrirgefið,
fá þeir öllu gleymt,
fá þeir snúið aftur í mannanna heim?

 

Eru álfar kannski menn?
Eru álfar kannski menn?

 

Í garðinum bak við stóran stein,
stundum sjá má álfasvein,
tekinn til augna því dapur hann er,
horfir á heiminn, hvað hefur skeð?

​

(Lag / texti: Magnús Þór Sigmundsson)

Ratleikurinn er verkefni meistaranema á menntavísindasviði Háskóla Íslands í áfanganum Miðlun og skapandi leiðir list- og verkgreina.

 

Unnið fyrir Barnamenningarhátíð á Íslandi 2021.     

  • Grey Facebook Icon
bottom of page