top of page

Litunarnámskeið

Fjölbreytt litunarnámskeið eru í boði á vegum KRBerman. 

Tveggja daga litunarnámskeið
 
Námskeið þar sem nemendur læra að lita efni í jöfnum lit, og að stýra ójafnri litun með ýmsum aðferðum.

Innfalið á námskeiðinu er allt sem þarf til litunar, auk mismunandi efna sem við litum saman.  Nemendur fá allar upplýsingar og prufur úr námskeiðinu með sér heim.
Nemendum er velkomið að koma með litunarverkefni að heiman með sér á  námskeiðið og fá leiðsögn í leiðinni.

Námskeiðið miðar við 3-5 nemendur í einu og er haldið eftir eftirspurn.
 
Engin námskeið á döfinni.
Leiðsögn við silkislæðulitun

Magadansnemendur og-iðkendur geta komið á vinnustofuna og fengið
leiðsögn við að lita sínar eigin magadansslæður frá grunni eftir eigin höfði.
 
Það getur tekið allt að 3-4 tíma að lita eina slæðu, en það fer eftir mynstri og fjölda lita.   
Efni og litir eru innifaldir.   1-2 nemendur geta litað sér slæður í einu.
 
Engin litunarleiðsögn á döfinni.
Litunarkennsla fyrir víkingabúninga

Endrum og eins, er ég beðin um að kenna ullarlitun og spjaldvefnað fyrir atvinnuþróunar-eða víkingafélög
, auk þess hef ég verið beðin um að halda fyrirlestur um klæðaburð Íslendinga fyrr á öldum
.
 
bottom of page