top of page

Magadans hefur breiðst út og er orðinn mjög vinsæll um heim allan. 

 

Uppruni dansins, eins og hann er dansaður í dag er óljós, en flestir eru sammála um að magadansstílar nútíma magadansara séu samsuða úr hinum ýmsu þjóðdansstílum, sem hægt er að rekja vítt og breitt, um Norður Afríku, Asíu og Miðausturlönd.  


Dansinn er listform sem fangar kraft og kvenleika dansarans óháð aldri og líkamsbyggingu.  Margar konur upplifa langþráða sátt við líkama sinn eins og hann er, í gegnum magadans.  Við upplifum styrk okkar, fegurð, sköpunargleði og þol með aðstoð hans.
 

Stundum er sumum hreyfingum magadansara líkt við slönguhreyfingar.  Það er ekkert skrýtið, en við hreyfum okkur oft þannig að virkjum við nánast alla vöðva líkamans til að framkalla mjúkar og seiðandi hreyfingar.  Utanaðkomandi áhorfendur átta sig ekki alltaf á því hversu flóknar hreyfingarnar eru og hvað þær taka mikið á.

 

Magadans er mjög styrkjadi hreyfing.  Við dansinn styrkjum við og notum vöðva sem við vissum oft á tíðum ekki að við værum með.  Hreyfingin styrkir í raun alla vöðva frá hálsi og niður að ökklum, en þó sérstaklega bak og kvið.

 

Dansinn hefur mjög góð áhrif á líkamsstöðu og sjálfstraust.

 

bottom of page