top of page

Meðgöngumagadans

 

Þó að enn ríki nokkur óvissa um nákvæman uppruna magadans, þá hefur tekist að tengja hann að einhverju leiti við undirbúning kvenna undir meðgöngu og fæðingu.


Margar magadanshreyfingar eru sláandi líkar hreyfingum sem konum er eðlislægt að gera þegar þær eru komnar af stað í fæðingu.

 

Heimildir eru fyrir því, að í sumum samfélögunum sem við tengjum við uppruna magadans, hafi verið hefð fyrir því að konur söfnuðust saman í kringum þær sem væru að fæða.  Þær gerðu ákveðnar hreyfingar saman og hvöttu tilvonandi móðurina til að fylgja þeim eftir.

Hreyfingarnar auðvelduðu fyrir í fæðingunni. 

 

Í meðgöngumagadansi er boðið uppá aðstoð við að læra hreyfingar sem geta hjálpað konum á meðgöngu við að styrkja sig og undirbúa fyrir fæðinguna. 
Þar eru kenndar hreyfingar sem hægt að nýta í fæðingunni sjálfri, svo og hreyfingar sem nýtast vel eftir fæðingu.

 

Kristína á þrjár meðgöngur að baki.  Hún dansaði og kenndi magadans á þeim öllum.

Kristína á annarri meðgöngu sinni af þremur. 
 

bottom of page